Þjónustan
Túlk á staðinn
Hentugast er að bóka túlk á staðinn sé þess kostur. Hjá Túlkaþjónustunni starfar reynslumikið fólk sem starfar af fagmennsku. Túlkar okkar hafa starfsreynslu á ýmsum sviðum, t.d. í
dóms ,mennta og heilbirgðiskerfinu.
Fjartúlkun
Hægt er bóka túlkþjónustu sem fer fram í gegnum fjarfundakerfi til dæmis Teams eða Zoom. Fjartúlkun var vel nýtt þjónusta í Covid faraldrinum og gaf góða raun. Flestir af okkar viðskiptavinum velja þó fremur að fá túlk á staðinn sé þess kostur.
Símatúlkun
Við bjóðum símatúlkun á yfir 35 tungumálum. Símatúlkun hentar vel fyrir stutt og einföld viðtöl.
Símatúlkun gagnast einnig vel fyrirtækjum og stofnunum á landsbyggðinni.
Skjalaþýðing
Að þýða skjöl er kúnst sem krefst færni og tilfiningu fyrir ritstíl. Sér í lagi þegar verið er að þýða fréttabréf, fræðslubæklinga eða fyrirlestra. Hjá Túlkaþjónustunni starfar reynslumikið fólk sem getur þýtt yfir og úr pólsku, þýsku. úkraínsku og ensku auk fleiri tungumála .