top of page

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Túlkaþjónustan slf er rekin af mæðgunum Jolantu Polanska og Söndru Polanska. Jolanta hefur starfað við túlkun frá árinu 1998 og Sandra frá árinu 2006. Ágústa Katrín er fjármálastjóri fyrirtækisins og hefur hún yfir 10 ára reynslu af rekstri túlka og þýðingarþjónustu.  Saman búa þær yfir þeirri þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er til að starfrækja faglega túlkaþjónustu sem er hæf til þess að vera fremst á sínu sviði. 

 

Túlkaþjónustan slf býður upp á túlkaþjónustu á yfir 35 tungumálum. Túlkaþjónustan hefur ávallt fagmennsku í fyrirrúmi og sérhæfir sína túlka á hverju sviði fyrir sig.  Fyrirtækið sérhæfir sig í túlkun á heilbrigðissviði og hafa fjölmargir af þeim túlkum sem eru á skrá hjá fyrirtækinu menntun á heilbrigðissviði s.s sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar. Túlkaþjónustan slf hefur einnig menntaða kennara sem sérhæfa sig í túlkunum á skólasviði sem og lögfræðing og laganema sem sérhæfa sig í túlkun í réttarvörslukerfinu. Stærsti hluti þeirra túlka sem er á skrá búa yfir meira en 5 ára reynslu. Á hverju ári tekur fyrirtækið inn nýliða í starfsstéttina og hljóta þeir  einstaklingsmiðaða þjálfun áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. 

 

Fyrirtækið leggur ávallt áherslu á trúnað, áreiðanleika og traust og leggur kappkost á að vera í góðum tengslum við viðskiptavini og mannauð fyrirtækisins. 

 

Um Túlkaþjónustuna slf 

1550833194_rikiskaup-logo_nytt.jpg
rvk.jpg

 

ALMENNT EYÐUBLAÐ FYRIR

TÚLKAÞJÓNUSTU

bottom of page