Túlkaþjónustu á yfir 35 tungumálum
Á meðal tungumála sem við þjónustum eru, enska, spænska, pólska, þýska, franska, ítalska, portúgalska, rússneska, úkraínska, rúmenska slóvakíska, tékkneska, búlgarska, lettneska, litháíska, danska, sænska, norska, tælenska, kínverska, víetnamska, arabíska, kúrdíska,
Þjónustan okkar
Hjá Túlkaþjónustunni starfa að jafnaði um 60 túlkar sem tala yfir 35 tungumál yfir á íslensku.
Við hjá Túlkaþjónustunni kjósum að hafa fremur færri en fleiri túlka á skrá hjá okkur en leggjum fremur áherslu á hátt þjónustustig við okkar viðskiptavini.
Við leggjum mikla áherslu á stundvísi, áreiðanleika, trúnað og traust.
Utan hefðbundins skrifstofutíma er neyðarþjónusta sem svarar í aðal símanúmeri okkar.
Frá upphafi höfum við lagt okkur fram við að skapa góðan starfsanda og þjónusta okkar túlka vel svo þeim sé unnt að skila góðu starfi til viðskiptavina.
Sagan
Túlkaþjónustan slf var stofnuð af mæðgunum Jolanta Polanska og Söndru Polanska.
Frá árinu 1998 fram að stofnun Túlkaþjónustunnar starfaði Jolanta sem túlkur hjá Alþjóðahúsinu, miðstöð nýbúa og Sandra frá árinu 2006.
Ágústa Katrín Marísdóttir er fjármálastjóri Túlkaþjónustunnar og hefur yfir 15 ára reynslu af rekstri túlka og þýðingarþjónustu.
Hjá Túlkaþjónustunni starfa að jafnaði 60 einstaklingar sem túlkar. Að stærstum hluta fólk með mikla reynslu sem hefur starfað fyrir Túlkaþjónustuna um árabil.
Saman býr starfsfólk okkar yfir þeirri þekkingu og reynslu sem nauðsynleg er til að starfrækja faglega túlkaþjónustu sem er hæf til þess að vera fremst á sínu sviði.
Fyrirtækið leggur ávallt áherslu á trúnað, áreiðanleika og traust og leggur kappkost á að vera í góðum tengslum við viðskiptavini og mannauð fyrirtækisins