top of page

Túlkaþjónusta

 

 

Hjá Túlkaþjónustunni slf  eru rúmlega 60 túlkar á skrá sem tala yfir 35 tungumál. Fyrirtækið leggur áherslu á að hafa færri túlka á skrá en fleirri svo yfirsýn og eftirfylgni með þjónustunni sé eins best og á verður kosið.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á  stundvísi, áreiðanleika, trúnað og traust. Lykilorðin til að ná þeim árangri er að hafa "fámennt, en góðmennt"   Við leggjum mikla áherslu á góðum starfsanda  og með "litlum" hóp höfum við myndað faglegt teymi túlka sem eru ávallt reiðubúnir til að veita góða þjónustu. 

Þess skal getið að sé túlkaþjónusta afbókuð innan 2 klst þá gjaldfærist þjónustan á fullu gjaldi, sé afpantað með 2-4 klst fyirvara gjaldfærist þjónustan á hálfu gjaldi. 

 

 

Þýðingarþjónusta 

 

 

Túlkaþjónustan slf býður upp á faglega þýðingarþjónustu.  Að þýða skjöl er mikil kúnst og krefst mikillar færni, sá sem þýðir skjöl verður að vera gæddur þeim eiginleika að hafa tilfiningu yfir ritstíl, sér í lagi þegar verið er að þýða t.d fréttabréf, fræðslubæklinga eða fyrirlestra. Túlkaþjónustan slf hefur þýðendur í pólsku, þýsku. rússnesku og ensku sem hafa þýtt fjölmörg slík verkefni og hafa getið með sér orðspor fyrir sérstaka hæfni í þýðingu slíkra verkefna.   Fyrirtækið býður einnig upp á þýðingarþjónustu á fleirri tungumálum en ofangreindum, fyrir nánari upplýsingar má senda tölvupóst á pantatulk@pantatulk.is 

Þess skal getið að þýðingarþjónusta skilgreinist í sértækar þýðingar og almennar þýðingar. Almennt má ætla að þýðingar á texta sem snertir lagaumhverfi, verklagsreglur stofnana, læknisfræði, tæknimál o.þ.h. skilgreinist sem sértækur text. Undir almennan texta flokkast eingöngu mjög einfalt mál s.s. einföld skilaboð. 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page